Fréttir

08 apr. 2011

Hver má veiða hvar, hvenær og hvernig?

Mega smábátar veiða bleikju á Pollinum?  
Má veiða í ræsinu við Varðgjánna? 
Hver má veiða í net í firðinum? 
Má hver sem er sleppa seiðum í ár og læki? 
Afhverju þarf að gera nýtingaráætlun? 
Hvað mega og eiga veiðiverðir gera?
Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, verður með erindi á SVAK-kvöldi að Hólabrautinni mánudaginn, 18. apríl kl. 20:00

Meðal atriða sem Árni fer yfir eru:

  • Hlutverk lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu
  • Lög og reglur um lax og silung
  • Seiðasleppingar
  • Nýtingaráætlanir
  • Hlutverk, skyldur og úrræði veiðieftirlitsmanna
  • Netaveiði í sjó og vötnum - hverjir mega veiða, hvar og hvenær?
  • Malartekja
  • Stangveiði í sjó
  • Veiðar á laxi og silung í sjó

Fundurinn er opinn öllum hagsmunaðilum og áhugamönnum um stangveiðar og fisk í ám og vötnum.

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
27.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
27.9.2020
Svæði 2 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
27.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 1

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.