Fréttir

05 apr. 2011

Aðalfundur SVAK

Aðalfundur SVAK verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2011 að Hólabrautinni, kl. 20:00. Ljóst er að miklar breytingar verða á stjórn félagsins því aðeins einn úr fyrri stjórn gefur kost á sér til áframhaldandi setu. 

Auglýst er eftir framboðum (eða tillögum) til stjórnar (3), varastjórnar (2) og formanns stjórnar. Framboðum skal skila til stjórnar 14 dögum fyrir aðalfund (12. apríl).

Hafið endilega samband við svak@svak.is ef þið hafið áhuga, eða vitið um líklega stjórnarmenn.

Fundarefni:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Formaður flytur skýrslu stjórnar
3. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins og leggur þá fram til samþykktar
4. Umræður um ofangreint
5. Fundarhlé, kaffi og kökur
6. Kosningar:
a. þrír stjórnarmenn
b. Tveir varastjórnarmenn
c. Formaður félagsins
d. Tveir Skoðunarmenn reikninga
7. Önnur mál

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.