01 apr. 2011
Frábær byrjun í Litlá
Rúmlega 80 fiskar komu á land í opnununni í
Litlá í gær. Voru það fiskar frá 40 cm og upp í 70 cm. Mest var af fiski á efstu stöðunum en reitingur var um alla á.
Litlá er fornfræg sjóbirtingsá en hefur síðustu 10-15 árin verið að breytast í einstaka urriðaperlu. Áin er afar sérstök því í hana renna heitar lindir og var áin t.d. 11° heit í opnunni. Megnið af fiskinum var feitur og pattaralegur urriði en nokkrar vænar bleikjur veiddust og örfáir sjóbirtingar.
SVAK hefur nú gert samning við leigutaka árinnar um að félagsmenn fá 15% afslátt ef veiðileyfum. Nánar um það síðar.

.jpg)
.jpg)
Til baka