Fréttir

12 mar. 2011

Vorveiði í Laxá

Kynning á vorveiði möguleikum í Laxá verður mánudaginn 21.03. kl. 20:00 á Hólabrautinni.  Þeir Jón Eyfjörð Friðriksson og Sigurjón Magnússon koma og kynna svæðin sem um ræðir.  
Urriðaveiði í Laxá í Aðaldal
Svæði Laxárfélagins; Laxamýri, Jarlsstaðir, Hagi og neðsti hluti Hrauns
Núpar og Kjölur
Hólmavað
Ytra-Fjall

Laxá í Aðaldal er ein frægasta laxveiðiá landsins. Veiðisvæðin sem standa til boða eru neðan Laxárvirkjunar, um 13 km. langt og veitt frá báðum bökkum.

Veitt er á 4 stangir frá 20. – 31. maí, 14. stangir frá 1. – 10. júní og 10 stangir frá 11. – 19. júní. Svæðinu er skipt í þrennt, efra og neðra svæði og frísvæði: Stangir skiptast á svæðin með eftirfarandi hætti:

Efra svæði:
1. Hagabæir og Hraun, 4 stangir
2. Hólmavað og Ytra-Fjall 4 stangir

Neðra svæði
3. Laxamýri, frá Spegilflúð og upp, báðir bakkar , 3 stangir
4. Núpar og Kjölur, báðir bakkar, 3 stangir

Frísvæði
5. Jarlsstaðir; nýttir þegar illa gengur á einhverjum hinna svæðanna.


Í maí eru seldir stakir dagar en í júní er gert ráð fyrir að veiddir séu þrír dagar saman, frá síðdegi komudags, fram að hádegi brottfarardags. Veiðitíminn er 12 stundir á dag, frá kl. 07:00 til kl. 01:00 eftir miðnætti. Að öðru leiti er veiðitíminn frjáls, svo fremi að samkomulag náist innan hópsins/hollsins. Að öðrum kosti er veiðitíminn hefðbundinn, 08:00 – 14:00 og 16:00 – 22:00. Allur hópurinn verður að veiða á sama tíma.

Eingöngu er leyfð fuguveiði og kvóti er á veiðinni, 6 urriða má drepa á dag. Ekki er vel séð að kvóti sé færður milli daga og eru veiðimenn hvattir til að sleppa stórum hrygningarfiski og smáfiski. Ætlast er til að öllum fiski undir 35 cm og yfir 50 cm sé sleppt. Öllum laxi ber skilyrðislaust að sleppa og þá eru örfáir veiðistaðir lokaðir vegna hættu á niðurgöngulaxi.

Ætlast er til að menn virði heimilisfrið fólks á bæjum og séu ekki að aka um heimreiðar, eftir kl. 23 á kvöldin og fyrir kl. 7 að morgni. Þá er algerlega bannað að aka utan slóða og/eða leggja bílum annars staðar en þar sem búið er að gera ráð fyrir slíku. Jarðvegur er gljúpur á vorin og gróðurþekjan viðkvæm, svo menn eru vinsamlegst beðnir um að virða þessa, sem aðrar reglur sem settar eru.


Gisting er í Þinghúsinu við Hraunbæ en það stendur nánast á árbakkanum. Ekið er heima að bæjunum Hólmavaði og Hraunbæ og lagt á stæði fyrir framan húsið. Vinsamlegast munið að loka öllum hliðum.

Húsið er einkar snoturt og aðstaða öll til fyrirmyndar. Í því eru 6, tveggja manna herbergi og fylgir eitt rúm hverri stöng. Rúm eru uppábúin en ekki er skipt á rúmum meðan á dvöl stendur. Veiðimenn elda sjálfir en mjög gott eldhús er í gistihúsinu.
Þinghúsið við Hraunbæ


Borðstofan


Lítil seturstofa


Eldhúsið


Ágætlega hefur veiðst á þessum svæðum sl. tvö ár. Vorið 2009 voru 320 urriðar færðir til bókar á stærðarbilinu 35 – 67 cm, eða frá c.a 1 pundi upp í ríflega 6 pund og vorið 2010 voru skráðir 252 urriðar eða 70 urriðum færra. Í því sambandi ber þess að geta að bæði var veiðitíminn styttri og veitt með færri stöngum. Mest var af stæðinni í kringum 40 – 45 cm sem er silungur á bilinu 2 – 3 pund. Hefðbundnar straumflugur s.s. Black ghost, Rektor, Gray ghost, Mickey Finn, Dýrbítur ofl. Ásamt Nobblerum gáfu ágæta veiði. Þá veiddist mjög vel á kúluhausa með andstreymisaðferð, sérstaklega fyrri hluta tímabilsins. Þeir helstu voru Krókur, Beygla og Drjúgur en einnig veiddist á Peacock og Pheasant tail.

Laxá er krefjandi og mikið er af urriða í ánni. Víða þarf að vaða og eru veiðimenn hvattir til að fara varlega, því Laxá er krefjandi á og getur verið köld á vorin.

Að síðustu er svo minnt á að áfengi og akstur fara ekki saman og góður veiðimaður skilur ekkert eftir sig við ána nema sporin sín.Stærsti urrirðinn í vorið 2009, 67 cm

Dæmigerður Laxárurriði, 48 cm langur tók Dýrbít


Þessi urriði var 4,5 pund og veiddist á BreiðeyriKúluhausinn Drjúgur hefur reynst vel í kaldri Laxá


Með allt í keng við KrosseyriDanskur veiðimaður með 2 punda bleikju

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.