18 feb. 2011
Púpu-kvöld
Nú hnýtum við púpur næsta mánudagskvöld og fáum góða gesti í heimsókn. Heitt á könnunni einsog vanalega og allir velkomnir.
Það hefur verið fín stemning síðustu mánudagskvöld á Hólabrautinni, t.d mættu hátt í 50 manns á frábæra (leynistaða)-kynningu Ingvars Karls á Fnjóskánni sem var vel studdur af félaga sínum Ella Steinar. S.l. mánudag ljóstruðu Matti og Ármann svo upp leyndardómum dorgveiðinnar. Næsta mánudag koma svo púpusnillingarnir og ljóstra upp leyndardómum sínum.
Til baka