Fréttir

06 feb. 2011

SVAK-kvöld Fnjóskár-fræðsla

Reyndir veiðimenn fjalla um hvar, hvernig og hvenær þeir veiði í Fnjóská.   Sýndar verða myndir af flestum veiðistöðum og spáð í göngustaði, veiðistaði, hrygningarstaði, stórfiskastaði og jafnvel leynistaði.....!

Ef tími vinnst til verður spjallað um silungasvæðið.

Einnig verða umræður um aðra hluti::
-Hrikaleg flóð voru í ánni á dögunum og fór rennslið á nokkrum dögum úr 25 rúmm/sek í 938 (1 rúmmeter af vatni er 1.000 kg á þyngd) en þá hætti mælirinn að mæla (sennilega horfinn) - hefur þetta einhver áhrif á ánna?
-Metveiði var í fyrra í ánni og var fyrra met tvöfaldað, hverjar gætu skýringarnar verið?


Allir velkomnir, veiðimenn sem aðrir, SVAK-arar, Flúða-félagar, Flugumenn, Fossa-kallar og utanfélagar,
Heitt á könnunni.


Fnjóskár-fræðslan er samstarf Flúða og SVAKSVAK-félagar, munið að þið getið keypt leyfi í Fnjóská á innanfélagsverði eftir að forúthlutun líkur.
SVAK á Facebook---------------------------
Vetrarstarf SVAK er nú í fullum blóma, það sem eftir lifir vetrar munum við hittast á hverju mánudagskvöldi á Hólabrautinni.

Dagskráin í vetur er þrískipt,
-Fyrsta mánudaginn er fræðsla eða bíósýning,
-Annan mánudaginn eru hnýtingar
-Þriðja mánudaginn er umfjöllun um veiðisvæði

Veiðikortið til sölu á staðnum....hafið samband við Sigurpál

E.s. ef þú ert með hugmynd að viðburði á SVAK-kvöldi sendu okkur þá línu á 

 


-------------------------
Bestu kveðjur
Stjórn og fræðslunefnd SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.