Fréttir

06 des. 2010

Forsala í Hofsá - breyttar veiðireglur

Forsala veiðileyfa í Hofsá í Skagafirði fyrir sumarið 2011 er nú hafin og stendur hún til 22.12.  Í forsölunni verður aðeins verður hægt að kaupa daga með gistingu.  Eftir að forsölu lýkur verða eingöngu í boði dagar án gistingar.   

Forsala veiðileyfa í Hofsá í Skagafirði fyrir sumarið 2011 er nú hafin og stendur hún til 22.12.  Í forsölunni verður aðeins verður hægt að kaupa daga með gistingu.  Eftir að forsölu lýkur verða eingöngu í boði dagar án gistingar.  
Mjög góð veiði var í Hofsá í sumarið 2009 og veiddust 442 bleikjur og 2 laxar fiskar á 22 veiðidögum.  Sumarið 2010 veiddust um 300 bleikjur

Deila 

Úthlutunarreglur er að finna hér
* Ef margir sækja um sama daginn, er sú umsókn sterkust sem hefur flesta félaga á bak við sig. Þ.e. því fleiri félagsmenn sem setja nafn sitt á umsókn, því sterkari verður umsóknin.
* Úthlutun nú hefur engin áhrif á úthlutanir eftir áramót, t.d. í Ólafsfjarðará.
*Nýjir félagar geta einnig sótt um, smelltu hér til að gerast félagi


Umsóknir skal senda á forsala@svak.is með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn veiðimanns/greiðanda
Kennitala
Nafn/nöfn veiðifélaga
Netfang
Veiðisvæði
TímabilHofsá: 
Sölueining er einn dagur, þrjár stangir.  
Við Hofsá hagar þannig til að SVAK kaupir gistingu í veiðihúsinu af eigendum þess og þarf SVAK að gefa upp fyrir 23 Desember hvað tekið verður af gistingu. Til að halda verði veiðileyfa niðri, ætlar SVAK ekki að kaupa umframgistingu.
Því verður aðeins hægt að kaupa daga í Hofsá með innifalinni gistingu til og með miðvikudagsins 22. desember 2010.

Eftir það verða óseldir dagar í boði án gistingar.

 

Verð fyrir félagsmenn:
Mánudag-fimmtudag 15.900 með húsi, annars 9.900
Föstudag-Sunnudag 18.900 með húsi, annars 15.900

 

Hofsá í Vesturdal Skagafirði.
Hofsá er innarlega í Vesturdal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um 330 km frá Reykjavík og 130 km frá Akureyri . Veiðisvæði árinnar er um 25 km langt og er uppistaða veiðinnar sjógengin bleikja, þótt stöku sjóbirtingur og lax veiðist þar. Hofsá rennur í Vestari jökulsá en á uppruna sinn upp undir Hofsjökli úr vötnum og lækjum þar í kring. Áin er nokkuð mikið vatnsfall og er stundum jökullituð en í hana rennur Fossá sem kemur úr Hofsjökli en ofan við ármót Fossár er Hofsáin alltaf tær á 5 til 6 km svæði og heitir þá Runukvísl upp að Runufossi sem er efsti veiðistaður .

Aðgengi og aðstaða
Aðgengi að ánni er ágætt alveg inn að bænum Giljar en þar fyrir innan er ráðlegt að vera á fjórhjóladrifnum bílum helst jeppum . Töluverð ganga er með efrihluta árinnar en hægt er þó að aka nálægt henni víða. Veiðihús stendur um 50 m austan við þjóðveginn og er áin um 50 m vestan við veginn. Þetta er rétt við bæinn Litlu-Hlíð, örskömmu áður en komið er að rimlahliðinu.

Frá veiðihúsi og að bergvatnssvæðinu ofan Fossár eru um 13 km og tekur um 25-30 mínútur að aka þangað. Til að fara þangað er beygt til vinstri (suðurs) frá veiðihúsi (gegnum rimahliðið) og haldið sem leið liggur áleiðis suður Sprengisand. Þegar komið er að Þorljótsstöðum (aður en vinstri beygjan uppá sprengisand kemur) er farið beint áfram útaf veginum og ekinn áfram slóðinn þar. Sá slóði er seinfarinn og aðeins fær 4x4 bílum. Slóðinn endar við Lambavað í Hofsá, rétt ofan ármótanna. Ekki borgar sig að fara þar yfir ánna og aka lengra, heldur er best að leggja þar land undir fót.

Verð:
Mánudag-fimmtudag 15.900 með húsi, annars 9.900
Föstudag-Sunnudag 18.900 með húsi, annars 15.900

Veiðikvóti og reglur:
Veiðitímabil: 4. ágúst til og með 4. október
Stangafjöldi: 3 stangir og veiðihús stundum innifalið.
Frá Fossá og niður er allt leyfilegt agn leyft. Fyrir ofan ármót Fossár og Runukvíslar er einungis leyfð fluga.
Kvótinn er 6 silungar á dag á stöng og 1 lax á dag á stöng.
Veiðimönnum ber skylda til að lengdar, þyngdarmæla og kyngreina allan drepinn fisk, ásamt því að lengdarmæla verður allan fisk sem sleppa á og skrá samviskusamlega í veiðibók.Hvern veiðidag er heimilt að veiða í 12 klst á tímabilinu 06:00 - 24:00. Stangir eru seldar í heilum dögum og mega veiðimenn koma í hús kvöldið fyrir veiðidag kl. 22.00. Þeir sem eru að hætta eiga að yfirgefa veiðihús fyrir þann tíma.

Veiðitölur:
Sumarið 2008 veiddust innan við 100 fiskar í Hofsá, allt fyrir ofan ármót við Fossá. Neðan ármótanna var áin mjög jökullituð allt sumarið.

Sumarið 2009 veiddust 442 bleikjur og 2 laxar eða 444 fiskar á 22 veiðidögum, sem gerir um 20 fiska meðalveiði á dag.

Sumarið 2010 veiddust um 300 bleikjur

 


Sumarið 2010 veiddust um 300 bleikur

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.