Fréttir

06 des. 2010

Inngöngutilboð til KEA-kortshafa

Handhöfum KEA-kortsins býðst nú að ganga í Stangveiðifélag Akureyra (SVAK) fyrir aðeins kr. 5.000.  Innifalið er inntökugjald og árgjald fyrir árið 2011.  Venjulegt verð er 9.500.  Tilboðið gildir til 31. desember 2010.
SVAK er ört vaxandi stangveiðifélag, með aðsetur á Akureyri og áherslu á veiðisvæði á norðurlandi.

Með aðild að SVAK fæst:

 • Forgangsúthlutun og 20-30% afslátt af veiðileyfum á vegum félagsins (sumarið 2011):
   • Hofsá í Skagafirði (SVAK er leigutaki)
   • Ólafsfjarðará (SVAK er leigutaki með Flugunni)
   • Brunná (Umboðssala sumarið 2011)
   • Hörgá (Umboðssala)
   • Svarfaðadalsá (Umboðssala)
 • Forgang á kast- og hnýtingarnámskeið á vegum félagsins.
 • 20-30% afslátt á kast- og hnýtingarnámskeiðum á vegum félagsins.
 • Afsláttt og tilboð á veiðivörum hjá samstarfsaðilum.
 • Aðgang að vetrardagskrá félagsins, s.s. hnýtingarkvöldum, opnum húsum og fræðslukvöldum.
 • Aðgang að skemmtunum félagsins, s.s. vertíðarlokum og vorfagnaði.
 • Tækifæri til að taka þátt í að líflegu starfi og uppbyggingu hugumstórs stangveiðifélags.

Aðild er að SVAK er tilvalin jólagjöf fyrir veiðimanninn - ef óskað er eftir má fá sent gjafabréf.  Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á veiðileyfi eða námskeið.

Til að sækja um inngöngu á þessu tilboði er best að senda póst á svak@svak.is upplýsingar má fá í síma 841-1588.

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.