Fréttir

27 ágú. 2010

Bleikjuveiði endaði í laxi

Ánægður veiðimaður sendi okkur línu um Svarfaðadardalsá.
"Var að koma úr Svarfaðardalsá svæði 5 þar sem ég fékk 6 punda lax. Fiskurinn fékkst í litlum streng neðan við bæinn Sandá á svæði 5.
Var búin að kasta æði stund með Heimasætunni og var eiginlega hætt en ákvað að taka eitt rennsli með spún þs ég dröslaðist með þá stöng með mér líka. Viti menn, hann var á í fyrsta kasti. Hefði auðvitað verið meira gaman að fá hann á flugu en.... Þetta var um 67 sm hrygna og vó rúmlega 3 kíló. Var í fyrsta skipti í Svarfaðardalsá ásamt vini mínum honum Jóni sem er staðkunnugur en hann hafði bara veitt á svæði 1. Leist vel á ána en eitthvað var nú bleikjan róleg í dag.
Takk fyrir mig. Kveðja Guðrún Una"

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.