Fréttir

20 ágú. 2010

Notalegt í Hofsá

Ágætis veiði hefur í Hofsá þrátt fyrir mikinn jökullit frá ármótum við Fossá, Runukvíslin er eftir sem áður blátær og nokkuð af fiski þar.  Við höfum oft óskað eftir því því veiðimenn að þeir sendi okkur smápistil og myndir frá ferðum sínum.  Þessi sendi okkur línu um notalega dvöl í Hofsánni.
"Gekk alveg ljómandi vel. Við vorum nú reyndar mun rólegri við bakkann núna en í fyrra en þá hlupum við upp um alla á eins og óðir menn og lönduðum eitthvað um 70 fiskum. Ástæðan fyrir þessum rólegheitum má að einhverju rekja til þess að þarna er kominn nýr heitur pottur sem við þurftum að gera mjög góð skil :)

Við veiddum frá 10:00-17:00 og lönduðum 29 bleikjum, allar í Runukvísl og allar frekar neðarlega í ánni. Eins og ég sagði vorum við mun rólegri núna en í fyrra og enginn okkar gekk upp að fossi í þetta skiptið. Fiskarnir voru frá pundi og sá stærsti sennilega um rúm tvö pund. Við fengum fiska á bæði straumflugur og kúluhausa. Það er það mikið af fiski í ánni og virtist litlu skipta hvaða fluga var sett undir. Fengum flestar bleikjurnar þó á flugu sem heitir Gula hættan og svo þessar klassísku flugur, bleik og blá, nobbler, heimasætu, krókinn og phesant tail.

Þarna er alveg yndislegt að vera, sérstaklega þegar maður fær jafn gott veður og við fengum. Sendi nokkrar myndir með.

Kær kveðja"

Runukvísl


Ármótin Runu og Fossár - þareftir heitir áin Hofsá

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.