Fréttir

04 ágú. 2010

Veiðimenn framtíðarinnar

Í gær stóð Fluguveiðiskóli SVAK fyrir barna og unglinga námskeiði sem fór fram við Brúnastaðará í Fljótum.  6 drengir frá níu til þrettán ára mættu til leiks.  Strákarnir settu í 36 bleikjur og lönduðu 21, það er ekki hægt að segja annað en að námskeiðið hafi verið gríðalega vel heppnað í alla staði.

Haldin var flugukast keppni um hver kastaði lengst í þremur tilraunum og þar var Ísak Matthíasson sigurvegari, hann hlaut þar titilinn Flugukastmeistari námskeiðsins ekki amalegt það.


Í Brúnarstaðará er mikið átak í gangi varðandi bleikjuna og því var öllum fiski var sleppt í kistuna eða aftur í ánna að viðureign lokinni, þessir ungu menn voru allir til fyrirmyndar hvað handbrögð varðar og sérstaklega skemmtilegt að sjá að þessir ungu menn voru allir meira en tilbúnir að leggja sitt af mörkum við uppbygginguna.

Síðar verður haldið námskeið í meðhöndluð og úrvinnslu afla.Hér má skoða dagskrá Fluguveiðiskóla SVAK

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.