26 júl. 2010
Mok í Ólafsfjarðará
Feiknaveiði hefur verið í Ólafsfjarðará um helgina, fengust t.d. 130 bleikjur á sunnudeginum á 4 stangir. Bleikjan virðist mun vænni en síðustu ár og var talsvert af aflanum 40-45 cm fiskar. Afar kraftmiklar göngur eru nú í ánna og virðist fiskur vera á öllum veiðistöðum.
Til baka