Fréttir

23 júl. 2010

Fluguveiðiskóli SVAK

Fluguveiðiskóli SVAK fór af stað í byrjun júlí og fékk frábærar undirtektir.  Nú hefur verið bætt við nokkrum námskeiðum og árkynningum í ágúst.
Fluguveiðiskóli SVAK
Stangaveiðifélag Akureyrar
Fluguveiðiskóli SVAK
Stendur fyrir námskeiðum og árkynningum í ágúst

Barna og unglinga námskeið
þriðjudagur 3 ágúst
Farið yfir helstu atriði fluguveiða í Stífluá í Fljótum.
Mæting við Byko kl 09:00,  heimkoma áætluð kl 20:00
Þáttökugjald er 13.000,-

Fluguveiði í straumvatni
miðvikudagur, 4 ágúst og fimmtudagur, 5 ágúst
Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa náð þokkalegum tökum á fluguköstum en
vilja læra betur á veiði í straumvatni.  
Námskeiðið verður tvö kvöld,  Mæting við Byko kl 15:30 heimkoma áætluð um 23:00.
Þáttökugjald er 15.000,-

Námskeið fyrir byrjendur
Sunnudagur 8 ágúst frá 08:00 til 22:00
Námskeiðið er ætlað byrjendum í fluguveiði. Farið verður yfir
helstu atriði fluguveiða við Stífluá í Fljótum.
Mæting við Byko kl 08:00, heimkoma áætluð um 23:00.
Þáttökugjald er 5.000,-

Veiði með leiðsögn - Svarfaðardalsá
Laugardagur 7 ágúst frá 07:00 til 22:30
Árkynningin fer fram við árbakkann. Fjórir saman í hóp með tvær stangir
og einn leiðsögumann. Farið verður í Svarfaðardalsá.
Mæting er við Byko kl 07:00. áætluð heimkoma kl 23:00
Þáttökugjald er 15.000,-

Veiði með leiðsögn - Hörgá
Laugardagur 14 ágúst frá 07:00 til 22:30
Fjórir saman í hóp með tvær stangir
og einn leiðsögumann í Hörgá.
Mæting er við Byko kl 07:00. áætluð heimkoma kl 23:00
Þáttökugjald er 15.000,-

Veiði með leiðsögn - Hofsá
sunnudagur  29 ágúst
Árkynningin fer fram við árbakkann. sex saman í hóp með þrjár stangir
og einn leiðsögumann.
Mæting er við Byko kl 21:00 á laugardagskvöldi. heimkoma áætluð um 23:00 á sunnudagskvöldi.
Þáttökugjald er 18.000,-

Leiðbeinendur fluguveiðiskólans verða:
Erlendur Steinar Friðrikson
Matthías Þór Hákonarson
Ingvar Karl Þorsteinsson


Leiðsögumenn verða ýmsir staðkunnugir
Skráning í síma
6601642     
Eða á Netfangið
Matthias@svak.is

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.