Við höfum lítið frétt úr Hörgánni það sem af er sumri, bleikjan er þó mætt þar einsog eftirfarandi frásögn mikils Hörgárkappa gefur til kynna:
"Skrapp í Hörgá í morgun á svæði 3 og það er greinilegt að bleikjan er mætt á efri svæðin. Náði 13 þar af einn 60 cm og 5 pund. Allt á púpur. Missti þrjár nýrunnar sleggjur 4-6 punda giska ég á. Hér eru myndir af þeirri stærstu." ÞS
Þess má geta að vatn lækkar nú hratt í Hörgánni -
upplýsingar um ýmsa umhverfisþætti er að finna á tenglasíðu SVAK Upplýsingar um laus leyfi er að finna hér.