Ég byrjaði með stóra laxatúbu í von um að hann væri í árásahug en fékk engin viðbrögð. Þá setti ég undir vel þyngdan nobbler grænan að lit og í þriðja kasti nelgdi fallegur fiskur sem ég landaði. Þetta var cirka tveggja punda bleikja. Eitthvað hafa þeir orðið skelkaðir fiskarnir sem eftir voru því ég fékk engin fleiri viðbrögð. Ég færði mig ofar í ána og skoðaði mig um. Ég varð ekkert var og því ákvað ég að eftir stoppið myndi ég fara á upphafsstað.
Ég prófaði að láta maðk renna niður í hylinn og hanga þar í smá stund. Eftir örfáar mínútur var hann á og barðist kröftulega en endaði í netinu hjá mér. Þetta var urriði um tvö pund. Ég hélt áfram og náði mér í þrjá til viðbótar með sömu aðferð. Allir á bilinu eitt og hálft til tvö pund.
Þessi ferð var nokkuð skemmtileg og næst ætla ég að ganga meira með ánni og kynnast henni betur, því það er nokkuð af fallegum fiski í henni.
Þess má geta að fiskurinn virðist vera að éta mikið af því sem fellur af bakkanum. Hann var fullur af maðk og stórum grænum blaðlifrum.
Kv. Jón Ingi Sveinsson