Fréttir

16 jún. 2010

Ný stjórn kosin á aðalfundi SVAK

Aðalfundur SVAK var haldinn mánudaginn 31. maí 2010 í Lionssalnum Skipagötu 14, kl. 20:30
Fundarstjóri var kosinn Björn Guðmundsson og fundarritari Steinar Rafn Beck.

Formaður félagsins Erlendur Steinar fór yfir skýrslu stjórnar og í framhaldi af því fór gjaldkeri félagsins Jón Bragi yfir reikninga félagsins sem voru samþykktir með einni leiðréttingu.
Ný stjórn var kosin þar sem tveir stjórnarmenn Jón Bragi og Björn Guðmundsson hættu í stjórn. Tveir voru í framboði þeir Matthías Hákonarson og Halldór Ingvason og voru því kjörnir í stjórn þar sem ekki voru aðrir í framboði. Kosið var um einn varamann í stjórn og var Björn Guðmundsson einn í framboði og var kjörinn. Erlendur Steinar var einn í framboði til formanns of var því kosinn í það starf áfram.
Kjörnir voru tveir skoðunarmenn reikninga þeir Sigmundur Ófeigsson og Kristján Þór Júlíusson en til vara Guðmundur Ármann.

Kv.SRB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.