Fréttir

08 mar. 2010

Dorgveiðikeppni SVAK

Já, nú er komið að því!
Laugardaginn 20. mars n.k. mun Stangveiðifélag Akureyrar standa fyrir dorgveiðikeppni á Vestmannsvatni. Hefst hún kl. 11:00 og stendur til 15:00. Verðlaunaafhending fer fram milli 15:00 og 16:00, en verðlaun verða veitt fyrir stærsta og minnsta fiskinn og einnig fyrir flesta veidda fiska.

Æskilegt er að þátttakendur komi sjálfir með útbúnað sem þeir ætla að nota, en ísborir verða á staðnum og einhverjar lánsstangir.

Þátttöku skal tilkynna á hogni@svak.is eða armann@svak.is og þátttökugjaldið sem er kr. 1000 skal greiða í síðasta lagi 18. mars inn á reikning 565-14-103071 (tilvísun; dorgveiðikeppni SVAK). Allir sem eru 15 ára eða yngri geta tekið þátt þeim að kostnaðarlausu. Frekari upplýsingar eru gefnar í síma 899-9851. Gert er ráð fyrir að farið verði á einkabílum.

Keppnin er opin öllum og vonumst við eftir að sjá sem flesta.

Fræðslu og skemmtinefnd,
HH

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.