Fréttir

24 feb. 2010

Þemakvöld - straumflugur

Mánudaginn 1. mars, kl. 20:30, mun Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) standa fyrir fluguhnýtingar- og kynningarkvöldi í Lionssalnum, Skipagötu 14. Þetta er annað þemakvöldið af þremur og mun það snúast um straumflugur og veiðar með þeim.
Fluguveiðimaðurinn og hnýtarinn Sveinn Þór Arnarson gleður okkur aftur með nærveru sinni og sýnir hvernig hann hnýtir nokkrar klassískar straumflugur. Einnig munu aðrir kunnir veiðimenn koma með innlegg um straumfluguveiðar m.a. Hörður Halldórsson, fyrrverandi kokkur og staðarhaldari í veiðihúsinu Hofi við Laxá í Mývatnssveit.

Það verður að sjálfsögðu rjúkandi kaffi á könnunni og eitthvað gott með því.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Fræðslu- og skemmtinefnd

HH

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.