10 feb. 2010
Að veiða en ekki á flugu!
Næstkomandi mánudagskvöld (15. feb) kl. 20.30 í Lionssalnum Skipagötu 14 ætla spekúlantarnir í fræðslu og skemmtinefnd að róa á nýjar slóðir en samt gamlar. Fáum valinkunna menn í heimsókn til að kynna aðrar veiðiaðferðir, má þar nefna maðkveiði og veiði með stálbeitu einnig mun einn reyndasti ísdorgveiðimaður landsins ausa yfir oss úr viskubrunni sínum.
Allir veiðiáhugamenn eru hjartanlega velkomnir og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni og eitthvað gott með.
AHG
Til baka