Fréttir

26 jan. 2010

Hnýtingarkvöld; þema-kvöld, púpa

Mánudaginn 1. febrúar, kl. 20:30, mun Stangveiðifélag Akureyrar (SVAK) standa fyrir fluguhnýtingarkvöldi í Lionssalnum, Skipagötu 14. Þetta er fyrsta þema-kvöldið af þremur og mun það snúast um púpur og púpuveiðar.
Fluguveiðimennirnir og hnýtararnir Sveinn Þór Arnarson og Jón Bragi Gunnarson, munu sýna okkur hvernig þeir hnýta sínar uppáhaldspúpur. Einnig munu aðrir harðduglegir veiðimenn koma með innlegg um kynni sín af púpuveiðum og sýna okkur nokkur af sínum helstu "leynivopnum".

Rjúkandi kaffi verður á könnunni og eitthvað gott með því.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Fræðslu- og skemmtinefnd

HH

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.