Fréttir

14 jan. 2010

Fluguveiði 101

Allt sem þig hefur langað að vita um fluguveiði en aldrei þorað að spyrja ?

Við hjá SVAK höfum orðið vör við að fólk heldur að þar sé samankomin hópur af fulllærðum stangveiðisérfræðingum sem er alrangt. Í félaginu er hópur fólks sem er mislangt komin á þróunarstiginu í veiðinni, sumir eru byrjendur og aðrir mjög langt gengnir.
Næstkomandi mánudagskvöld munum við halda létta kynningu á fluguveiðinni fyrir byrjendur. Hugmyndin er að fara yfir algjör grunnatriði í fluguveiðinni. Rætt verður um mismunandi stangir, hjól og línur en einnig verður farið í gegnum flugufrumskóginn og helstu hugtök og aðferðir í fluguveiði.

Allir eru hjartanlega velkomnir, kaffi og meðlæti í boði, Uppfræðarar eru Guðmundur Ármann Sigurjónsson og Högni Harðarson. SVAK er með allar uppákomur sína í vetur í Lionssalnum Skipagötu 14 og hefjast herlegheitin kl. 20.30.

AHG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.