Fréttir

02 des. 2009

Bókakynning

Næstkomandi mánudag, 7. desember kl. 20:30, mun hann Lárus Karl Ingason ljósmyndari halda bókakynningu í Lionssalnum, Skipagötu 14. 

Fyrst og fremst mun hann kynna bókina, Silungaflugur í íslenskri náttúru, sem er þriðja og síðasta bókin í bókaflokki sem ætti að vera skildueign hvers stangveiðimanns. Fyrir eru komnar út bækurnar Laxaflugur og Straumflugur. Sex landsþekktir fluguhnýtarar opna flugubox sín og sýna hvaða flugur þeir nota og hvernig þær eru hnýttar. Hér gefur að líta púpur, þurrflugur og votflugur.

   

Hann mun einnig kynna bókina, Spriklandi lax í boði veiðikokka, sem þeir Bjarni Brynjólfsson og Loftur Atli Eiríksson ritstýrðu. Í henni segja þekktir kokkar nokkurra veiðihúsa frá félagskap þeirra við menn, fiska og stórbrotna náttúru á árbakkanum. Einnig deila þeir með okkur sínum bestu laxauppskriftum.

Við viljum bjóða Lárus Karl velkominn, en hann á heiðurinn af glæsilegu myndunum í þessum bókum.

Það verður að sjálfsögðu kaffi á könnunni og boðið upp á léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Fræðslu og skemmtinefnd

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.