Fréttir

04 nóv. 2009

Rannsóknir Veiðimálastofnunar kynntar

Afmælisráðstefna Líffræðifélags Íslands og Líffræðistofnunar Háskólans verður haldin næstkomandi föstudag og laugardag, 6. og 7. nóvember. Ráðstefnan verða haldin í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Norræna húsinu og í Öskju, sbr. dagskrá hér.
Ráðstefnur Líffræðifélagsins og Líffræðistofnunar hafa verið haldnar á fimm ára fresti, þar sem færi gefst til að kynnast því helsta sem er að gerast í líffræðirannsóknum hérlendis hverju sinni. Veiðimálastofnun hefur alla tíð kynnt rannsóknir sínar af miklum myndarbrag á ráðstefnum þessum og er hér engin undantekning á. Verða rannsóknir Veiðimálastofnunar kynntar, bæði í erindum og á veggspjöldum eins og sjá má á lista hér að neðan.

Erindi veiðimálastofnunar:
* Eiginleikar gönguseiða lax og áhrif þeirra á endurheimtur úr sjó: Þórólfur Antonsson, Þorkell Heiðarsson og Sigurður S. Snorrason.
* Jarðhitasvæði sem tilraunavettvangur til að spá fyrir um áhrif loftslagsbreytinga á ferskvatnsvistkerfi: Jón S. Ólafsson, Gísli Már Gíslason og Nikolai Friberg
* Fyrstu tilfelli PKD - sýki (proliferative kidney disease) í villtum laxfiskum á Íslandi: Árni Kristmundsson, Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason
* Assessing the impacts of ecological factors on macroinvertebrate communities in Icelandic freshwater springs: Daniel P. Govoni, Bjarni K. Kristjánsson and Jón S. Ólafsson
* Áhrif vatnshita á samfélög frumframleiðenda í fjallalækjum í Henglinum: Rakel Guðmundsdóttir, Snæbjörn Pálsson, Gísli Már Gíslason, Jón S. Ólafsson og Brian Moss.
* Heimasvæði og tímanotkun íslenskra stóðhesta: Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Helga María Hafþórsdóttir, Sandra M. Granquist og Hrefna Sigurjónsdóttir.
* Samskipti stóðhesta: Hrefna Sigurjónsdóttir, Sandra M. Granquist, Anna G. Þórhallsdóttir og Helga María Hafþórsdóttir.
* Hlýnun Elliðavatns og fækkun bleikju í vatninuHilmar J. Malmquist, Þórólfur Antonsson, Haraldur R. Ingvason, Finnur Ingimarsson og Friðþjófur Árnason.


Veggspjöld:
* Flundra nemur land á Íslandi. Rannsóknir á flundru (Platichthys flesus) í ósum á Suðurlandi: Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson.
* Sæsteinsuga sækir á íslenska laxfiska: Benóný Jónsson og Magnús Jóhannsson.
* Útbreiðsla kísilþörungsins vatnaflóka (Didymosphenia geminata) í ám á Íslandi: Ingi Rúnar Jónsson, Gunnar Steinn Jónsson, Jón S. Ólafsson, Sigurður Már Einarsson og Þórólfur Antonsson
* Accessing small scale population divergences in the threespine stickleback: Mathew Stephen Seymour, Bjarni K. Kristjánsson, Katja Räsänen og Jón S. Ólafsson

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.