Fréttir

22 sep. 2009

Mikill "veiðimaður"

Undirritaður rakst á frekar óskemmtilega frétt á heimasíðu Stangaveiðifélagsins Flúða. Eins og lesa má í þessari frétt er því miður að finna huglausa rudda meðal okkar veiðimanna.
"Fyrir nokkrum dögum urðum við fyrir fólskulegri árás “veiðimanns” sem sá sóma sinn í því að opna eina af klak-kistum okkar við Fnjóská, taka þar úr a.m.k. fimm stóra laxa og slátra þeim. Blóðugur vígvöllur og ástandið á kistunni þegar að var komið bar þessarri hetjudáð miður fagurt vitni. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hugarheim þessa vesalings manns, en væntanlega mun hann í góðra vina hópi geta stært sig af “veiðinni”. Fyrir okkur er þetta hins vegar töluvert áfall og fjárhagslegt tjón þar sem þarna fór stór hluti þeirra fiska sem nota átti til undaneldis og ólíklegt er að svo síðla hausts takist að ná í aðra fiska í staðinn."

Það ber að fordæma svona verknað og er það mat undirritaðs að ef upp kemst hver átti í hlut skuli kæra viðkomandi fyrir þjófnað og eignaspjöll.

Vonandi næst að veiða einhverja höfðingja í klak á næstu dögum til að lágmarka tjónið af þessum gjörningi.

ATH að mynd hér að ofan tengist fréttinni EKKI á nokkurn hátt.

Frétt tekin af heimasíðu Stangaveiðifélagsins Flúða.

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.