Fréttir

07 sep. 2009

Nýjustu aflatölur

Hér koma nýjustu aflatölur úr topp 35 laxveiðiám landsins. Sem fyrr er það Ytri Rangá sem situr í toppsætinu með tæplega 7.000 laxa það sem af er sumri.
Nú er spurningin hvort Ytri Rangá nái yfir 10.000 laxa þetta sumarið sem má teljast líklegt í ljósi þess að veitt er svo gott sem út október í þeirri á. Eystri Rangá er að samaskapi ekki að gefa eins vel en er þó komin í rúmlega 3.000 laxa í sumar.

Miðfjarðará, Blanda og Laxá á Ásum eru ótvírætt hástökkvarar ársins. Þurrkar á suður- og vesturlandi halda áfram að leika árnar á þeim slóðum grátt og eiga ár eins og Norðurá, Langá og Grímsá og Tunguá enn langt í land með að ná aflatölum síðasta árs.

í töflunni hér að neðan má sá 35 aflahæstu árnar það sem af er sumri.

Veitivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2008
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 2. 9. 2009 6869 20 14315
Eystri-Rangá 2. 9. 2009 3183 18 7013
Miðfjarðará 2. 9. 2009 3115 10 1736
Blanda 2. 9. 2009 2360 12 986
Þverá + Kjarará 2. 9. 2009 2294 14 2865
Norðurá 2. 9. 2009 2256 14 3307
Selá í Vopnafirði 2. 9. 2009 1758 8 2025
Langá 2. 9. 2009 1660 10 2970
Víðidalsá 2. 9. 2009 1612 8 1440
Haffjarðará 2. 9. 2009 1445 6 2010
Vatnsdalsá í Húnaþingi 2. 9. 2009 1110 7 1233
Laxá á Ásum 2. 9. 2009 1105 2 503
Grímsá og Tunguá 2. 9. 2009 1051 10 2225
Laxá í Dölum 2. 9. 2009 1025 6 1899
Laxá í Kjós 2. 9. 2009 961 10 1530
Laxá í Aðaldal 2. 9. 2009 959 19 1226
Hofsá í Vopnafirði 2. 9. 2009 903 7 1226
Elliðaárnar. 2. 9. 2009 863 6 1457
Haukadalsá 2. 9. 2009 835 5 1021
Leirvogsá 2. 9. 2009 777 2 1173
Laxá í Leirársveit 2. 9. 2009 746 6 1594
Tungufljót í Árnessýslu. 25. 8. 2009 596 6 2854
Flókadalsá, Borgarf. 2. 9. 2009 585 3 768
Breiðdalsá 2. 9. 2009 558 6 910
Búðardalsá 3. 9. 2009 558 2 674
Hrútafjarðará og Síká 2. 9. 2009 530 3 402
Laugardalsá 1. 9. 2009 501 3 415
Skógá 3. 9. 2009 477 4 1537
Andakílsá, Lax. 2. 9. 2009 395 2 839
Fnjóská 2. 9. 2009 375 8 501
Fljótaá 2. 9. 2009 363 4 84
Svartá í Húnavatnssýslu 2. 9. 2009 325 3 271
Straumfjarðará 2. 9. 2009 320 3 718
Langadalsá 28. 8. 2009 248 4 369
Sog - Ásgarður. 2. 9. 2009 240 3 Lokatölur vantar

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.