Fréttir

07 sep. 2009

Fnjóská við 400 laxa markið

Það hefur verið ágæt veiði í Fnjóská í sumar, en þó hefur henni verið mjög misskipt og stór hluti komið í þremur til fjórum hrotum. Um mánaðarmótin gerði eina slíka þegar að tveggja daga holl landaði 37 löxum, mest megnis lúsugum smálaxi sem einmitt hefur verið vöntun á þetta sumarið.

Hollið sem lauk veiðum á hádegi 31. ágúst fékk líkt og áður segir mjög góða veiði, og liggur nærri að þar hafi fengist um tíu prósent af heildar sumaraflanum fram að því. Síðustu dagar hafa verið afar erfiðir við Fnjóská líkt og víðar á norður- og austurlandi þar sem norðanátt og kuldar hafa ráðið ríkjum. Enn vantar talsvert af klaklaxi í Fnjóská og er því beint til veiðimanna að leggja til stórar hrygnur í klakkistur.


Frétt tekin af svfr.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.