Fréttir

31 ágú. 2009

Einn of stór fyrir Korpu!

Sigurjón Þ.Sigurjónsson landaði laxi í Korpu um daginn sem segja má að hafi verið of stór fyrir ána og því réttast að veiða hann og fjarlægja úr ánni! Laxinn var 90 cm hængur og vóg 7,2 kg eða hart nær 14,5 pund. Það er mesta furða hvað Korpa hefur gefið af laxi í þurrkunum.

Mynd: Sigurjón með hænginn stóra, en veiðifélaginn sér um smálaxanna og birtinginn.
Laxinn veiddi Sigurjón á maðk í Fossinum en á stöngina komu einnig tveir smálaxar og fallegur á að giska 4 punda sjóbirtingur. Korpa hefur gefið ríflega 170 laxa samkvæmt umboðssalanum SVFR og verður það að teljast býsna gott miðað við endalausa þurrka í sumar. Vatnið hefur hrunið niður í grjót og laxinn safnast í torfur fyrir utan. En í dembunum á dögunum hresstist áin og lax fór að hreyfa sig, færa sig ofar og taka betur.

Okkur á VoV rekur minni til þess að stórir laxar hafi áður veiðst í Fossinum í Korpu. Minning situr eftir við skráningu á árbókum okkar sem eiga sér langar rætur. Árbækur hafa komið út síðan 1988 og munum við eftir a.m.k. tveimur tilvikum á þeim tíma að við höfum sett inn fréttir af stórlöxum úr Korpufossi. Onnur minnir miera að segja að í öðru tilvikinu hafi verið um ríflega 20 punda lax að ræða, en grunur lék á að hann væri af hafbeitaruppruna og vissi ekki almennilega hvar hann ætti heima. A.m.k. var það á þeim á þeim árum að slíkir laxar voru mjög á sveimi og dúkkuðu upp víða.

Þó að þessa daganna sé fremur kalt og þurrviðrasamt má fastlega búast við því að það komi meiri væta fyrir vertíðarlok, þannig að enn eiga eftir að koma góð skot í Korpu.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.