Þrír laxar töpuðust sama daginn í síðustu viku sem voru í yfirstærð. Einn misstist eftir 35 mínútur í Sandeyrarpolli, annar á Grundarhorni og sá þriðji í Kirkjuhólmakvísl. Grundarhornslaxinn rauk niður austurkvíslinni niður undan horninu og tapaðist rétt ofan við Höfðabreiðu. Þess má geta að mikið af laxi hefur legið á Höfðabreiðu nú síðla sumars sem er afar jákvætt, en breiðan var áður fyrr einn besti veiðistaður Laxár. Nesveiðar hafa gefið átta laxa sem eru tíu kíló og stærri það sem af er sumri.
Myndir: Stórlax af Grundarhorni.
Tekið af svfr.is
JÁG