Fréttir

06 ágú. 2009

Nýjar aflatölur

Ytri Rangá tók toppsætið af Norðurá í síðustu viku yfir aflahæstu ár landsins það sem af er sumri. Þessa vikuna missir Norðurá annað sætið til Blöndu. Það er augljóst mál að þurkar á vesturlandi síðustu vikur hafa haft sín áhrif á ár eins og Norðurá og Langá o.fl. ár á þessum slóðum.
Aflatölur í Blöndu eru svo gott sem búnar að tvöfaldast frá því í fyrra og nokkuð ljóst að hún fer langt yfir 2000 laxana þetta árið.

Athygli vekur að Laxá á Ásum er að koma sterk inn aftur eftir nokkur mögur ár. Þetta er aðeins tveggja stanga á og því ekki amalegt að vera komin vel yfir 600 laxana og enn nóg eftir af sumrinu.

Í töflunni hér að neðan eru aflatölur úr 35 aflahæstu ánum það sem af er sumri.

Veiðivatn Dagsetning Heildarveiði Stangafjöldi Lokatölur 2008
Ytri-Rangá & Hólsá, vesturbakki. 5. 8. 2009 2593 18 14315
Blanda 5. 8. 2009 1767 12 986
Norðurá 5. 8. 2009 1661 14 3307
Miðfjarðará 5. 8. 2009 1445 10 1736
Þverá + Kjarará 5. 8. 2009 1345 14 2865
Eystri-Rangá 5. 8. 2009 1242 18 7013
Langá 5. 8. 2009 1045 10 2970
Selá í Vopnafirði 5. 8. 2009 1039 8 2025
Haffjarðará 5. 8. 2009 1020 6 2010
Víðidalsá 5. 8. 2009 793 8 1440
Grímsá og Tunguá 5. 8. 2009 727 10 2225
Laxá á Ásum 5. 8. 2009 647 2 503
Vatnsdalsá í Húnaþingi 5. 8. 2009 630 7 1233
Elliðaárnar. 5. 8. 2009 620 6 1457
Haukadalsá 5. 8. 2009 486 5 1021
Laxá í Aðaldal 5. 8. 2009 486 19 1226
Laxá í Kjós 5. 8. 2009 485 10 1530
Leirvogsá 6. 8. 2009 480 2 1173
Hofsá í Vopnafirði 5. 8. 2009 475 7 1226
Laxá í Leirársveit 5. 8. 2009 430 6 1594
Flókadalsá, Borgarf. 4. 8. 2009 414 3 768
Tungufljót í Árnessýslu. 5. 8. 2009 394 6 2854
Laugardalsá 5. 8. 2009 324 3 415
Laxá í Dölum 5. 8. 2009 284 6 1899
Hrútafjarðará og Síká 5. 8. 2009 248 3 402
Breiðdalsá 5. 8. 2009 233 6 910
Andakílsá, Lax. 30. 7. 2009 223 2 839
Straumfjarðará 5. 8. 2009 215 3 718
Fljótaá 5. 8. 2009 188 4 84
Fnjóská 5. 8. 2009 186 8 501
Hvannadalsá við Djúp. 5. 8. 2009 139 3 304
Langadalsá 5. 8. 2009 138 4 369
Gljúfurá í Borgarfirði 15. 7. 2009 84   315
Svartá í Húnavatnssýslu 5. 8. 2009 71 3 271
Hallá 5. 8. 2009 69 2 Lokatölur vantar
Mynd: Breiðan á svæði 1 í Blöndu

Tafla tekin af angling.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.