Ytri Rangá tók toppsætið af Norðurá í síðustu viku yfir aflahæstu ár landsins það sem af er sumri. Þessa vikuna missir Norðurá annað sætið til Blöndu. Það er augljóst mál að þurkar á vesturlandi síðustu vikur hafa haft sín áhrif á ár eins og Norðurá og Langá o.fl. ár á þessum slóðum.
Aflatölur í Blöndu eru svo gott sem búnar að tvöfaldast frá því í fyrra og nokkuð ljóst að hún fer langt yfir 2000 laxana þetta árið.
Athygli vekur að Laxá á Ásum er að koma sterk inn aftur eftir nokkur mögur ár. Þetta er aðeins tveggja stanga á og því ekki amalegt að vera komin vel yfir 600 laxana og enn nóg eftir af sumrinu.
Í töflunni hér að neðan eru aflatölur úr 35 aflahæstu ánum það sem af er sumri.