Fréttir

05 ágú. 2009

Líf og fjör á Vestfjörðum

Af ánum á Vestfjörðunum hefur Laugardalsáin skarað nokkuð fram úr þetta sumarið.  Á sunnudaginn voru komnir 306 laxar á land úr Laugardalsá sem er að sjálfsögðu frábær veiði á ekki nema þrjár stangir.
Það hefur einnig verið ágætis veiði í Hvannadalsá og Langadalsá. Hvannadalsáin var komin í 106 laxa á sunnudaginn og Langadalsáin í 104 laxa. Það vekur athygli hversu stórt hlutfall laxsins sem veiðist í Langadalnum þetta sumarið hefur dvalið tvö ár í sjó, t.a.m. kom 9 kg lax á land í síðustu viku. Minna hefur borið á smálaxagöngunum en oft áður. Þær gætu þó enn skilað sér og ljóst að ef smálaxinn lætur sjá sig mun veiðin taka hressilegan kipp í Langadalnum.


Mynd: Hellisfoss í Hvannadalsá er fallegur veiðistaður sem oft hefur að geyma mikið magn af laxi.

Tekið af agn.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.