03 ágú. 2009
Ólafsfjarðará
Jæja það var heldur betur stuð hjá okkur í gær. Reyndar var mjög rólegt hjá okkur til að byrja með en við urðum þó varir við fisk á flestum neðstu stöðunum en fiskurinn var ansi smár. Það var svo 12:30 sem við hittum á það en það var á veiðistað 6. þá lönduðum við sex í beit og fórum ansi sáttir í pásuna. Þetta voru fínir fiskar, legnir og nýgengnir í bland. Okkur fannst þó einkennandi í gær að stærri fiskurinn var leginn en þeir minni voru alveg silfraðir.
Til baka