Þessi á er mjög köld og því kom mjög á óvart er tveir erlendir veiðimenn settu í og lönduðu í beit sex löxum sem tóku „hitch“ á Sauðarbreiðunni rétt ofan við veiðihúsið. Vatnshitinn var ekki nema 5 C° og greinilegt að töluvert af laxi er komið á svæðið. Tæplega 50 laxar hafa veiðst nú þegar sem er margfalt meira miðað við á sama tíma í fyrra.
Veiðin datt snögglega niður í Breiðdalsá þegar kólnaði í vikunni, en small aftur inn í gær þegar hitnaði og veiddist þá þar á meðal þessi glæsilegi 18 punda hængur sem er þarna á leið í klakkistuna. Veiðikonan er Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir og „Súddi“ leiðsögumaður til halds og trausts. Veiddist laxinn í Einarshyl og var hörkuviðureign við hann í hylnum. Þetta er ekki fyrsti lax Hrafnhildar, en hún hefur áður veitt 18 punda og svo einn 16 punda svo melalþyngdin er með ágætum er óhætt að segja.