Fréttir

29 júl. 2009

Sex laxar á hitch úr Kaldá

Jöklusvæðið kemur sífellt á óvart og nú var það Kaldá sem rennur neðarlega í Jöklu rétt við nýja Veiðihúsið Hálsakot sem gaf óvænta veiði núna í vikunni.

Þessi á er mjög köld og því kom mjög á óvart er tveir erlendir veiðimenn settu í og lönduðu í beit sex löxum sem tóku „hitch“ á Sauðarbreiðunni rétt ofan við veiðihúsið. Vatnshitinn var ekki nema 5 C° og greinilegt að töluvert af laxi er komið á svæðið. Tæplega 50 laxar hafa veiðst nú þegar sem er margfalt meira miðað við á sama tíma í fyrra.

Veiðin datt snögglega niður í Breiðdalsá þegar kólnaði í vikunni, en small aftur inn í gær þegar hitnaði og veiddist þá þar á meðal þessi glæsilegi 18 punda hængur sem er þarna á leið í klakkistuna.  Veiðikonan er Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir og „Súddi“ leiðsögumaður til halds og trausts. Veiddist laxinn í Einarshyl og var hörkuviðureign við hann í hylnum. Þetta er ekki fyrsti lax Hrafnhildar, en hún hefur áður veitt 18 punda og svo einn 16 punda svo melalþyngdin er með ágætum er óhætt að segja.Tekið af strengir.is

JÁG

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.