Fréttir

27 júl. 2009

Iða: Platlaxarnir láta sjá sig á nýjan leik

Það hefur verið líflegt á Iðu og í Stóru Laxá að undanförnu og er það í stíl við góðar göngur neðar í kerfinu að undanförnu. Nýlega voru ríflega 40 laxar í bókinni á Iðu og þá eru líklega helmingi fleiri komnir á land í raun. Þar hafa menn talið sig vera að sjá endurkomu „platlaxa“ í sumar, en platlaxarnir voru sérstakt fyrirbæri fyrr á árum en hafa ekki sést á svæðinu lengi.
Við vorum að ræða við Stefán Kristjánsson hjá www.krafla.is en hann er heimavanur á Iðu þar sem hann veiddi frá blautu barnsbeini með föður sínum, hnýtaranum mikla, Kristjáni heitnum Gíslasyni. „Ég er búinn að vera þarna tvisvar og það er ansi líflegt á svæðinu. Í Stóru líka hef ég heyrt, en þó að lítið hafi enn sést þar af stórlaxi í sumar höfum við aðeins verið að sjá það sem kallaðir voru platlaxar fyrr á árum. Platlaxar eru þessir gríðarlega þykku 7-8 punda hængar sem hafaverið eitt ár í sjó. Hluti af stórlaxakyninu sem var svo sterkt hér fyrrum. Platlaxarnir voru kallaðir svo vegna þess hversu gríðarlega sterkir þeir voru. Svo sterkir, að þeir plötuðu karlana. Þeir héldu alltaf að þeir væru miklu stærri en raunin varð. Ég man einu sinni eftir því að pabbi var með einn á og það var umræða hvað hann væri stór áður en nookutr kom auga á hann. Karlinn sagði: „Hann er nær 17 en 7 pundum“, en þegar laxinum var landað var hann nákvæmlega 7 pund. Það er gaman að sjá að þessir laxar eru farnir að sjást aftur, það veit kannski á eitthvað annað og meira seinna,“ sagði Stefán
Mynd 1. Sér yfir veiðisvæðið við Iðu frá veiðihúsinu við brúna. Að neðan er Kröflutúpa losuð úr smálaxi. Báðar myndirnar tók Stefán Kristjánsson.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.