Fréttir

27 júl. 2009

106 cm hængur á land í Víðidalnum

Veiðimaður í Víðdalsá setti í og landaði 106 cm. hæng í Galtanesfljóti í Víðidalsánni núna í morgun.
Laxinn kolféll fyrir Collie Dog númer 10 og tók viðureignin einungis um 25 mínútur. Þessar 25 mínútur hafa þó án efa verið mjög taugatrekkjandi þar sem taumurinn var einungis 11 punda og vindhnútur á honum í þokkabót. Eftir að í háfinn var komið barðist dýrið svo um að hann sleit nokkra möskva og var rétt sloppinn.

Að lokinni mælingu og myndatöku var þessum höfðingja svo sleppt aftur og eins og áður segir mældist hann rúmir 106 cm, sem gera um 12 kíló samkvæmt kvarða Veiðimálastofnunar. Þessir sömu veiðimenn sáu einnig enn stærri tröllkarl í Dalsárósnum í gær. Eins og allir vita þá eru tröllkarlarnir á höttunum eftir tröllalaxaskessum í von um að eignast með þeim lítil tröllalaxabörn. Eins og fyrr segir var þessum höfðingja sleppt að viðureign lokinni svo hann á enn góðan möguleika á að ljúka erindi sínu í ferskvatnið.

Á efri myndinni má sjá himinlifandi veiðimanninn með fenginn og á þeirri neðri er Kiddi Gunn, leiðsögumaður með laxinn.

Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.