Fréttir

26 júl. 2009

Nýjustu aflatölur á textavarpinu

Enn eru nýjar aflatölur komnar á skjáinn. Þar má sjá lista yfir 25 aflahæstu ár landsins, að kvöldi 22. júlí. Til viðbótar þeim upplýsingum hefur Landssamband Veiðifélaga nú tekið að sér að sjá um svipaða síðu á textavarpi sjónvarpsins, en umsjónarmenn þess hafa engar slíkar tölur birt í sumar. Þær má nú sjá á síðu 322.

Þótt nú séu aðeins 25 aflahæstu árnar teknar inn á listann, þá höldum við enn sérstaklega utanum gömlu viðmiðunarárnar. Við samanburð milli ára kemur í ljós að þetta árið er veiði þar komin upp í 10.970 laxa. Í fyrra, þann 23. júlí var sambærileg tala 13.705 laxar. Árið 2007, þann 25. júli aðeins 5.388, en 26. júlí 2006 voru þeir 11.121. Útlitið má því heita allgott ef svo heldur fram sem horfir.

Tekið af angling.is

SRB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.