Fréttir

20 júl. 2009

Þeir eru stórir í Laxá í Aðaldal

Veiði er að glæðast í Laxá í Aðaldal og samkvæmt nýjustu fréttum þá eru stóru, stóru laxarnir ekki aðeins að veiðast á Nes svæðunum heldur á svæðum Laxárfélagsins líka. Hilmar Hansson hjá www.veidiflugur.is var á ferðinni í vikunni og sendi okkur myndir og línu.

 

Hilmar með 100 cm hæng.

„Við Bjarni Brynjólfs vorum að koma úr Aðaldalnum og fengum þessa fallegu fiska. Við fengum 5 laxa á tveim dögum , þrjá smálaxa og tvo stórlaxa, 97 cm og 100 cm. Þeir tóku rauða farnces keilu sem var ótrúlega sterk á þessum dögum. Það komu alls 11 laxar á þessa flugu á þessum 2 dögum sem við veiddum. Auk þess veiddi ein stöngin 98 cm fisk. Það er óhætt að segja að Laxárfélagssvæðið í Aðaldal sé að detta inn.


Og hann er ekki mikið minni laxinn hans Bjarna.

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er líklega engin íslensk á sem stendur Laxá á sporði sem 20-plús laxveiðiá. Þegar eru a.m.k. fjórir slíkir komnir á land af Nesveiðum og hér eru nefndir þrír laxar af Laxárfélagssvæðum á bilinu 97 til 100 cm, sem eru laxar um 20 pundin. Fleiri voru komnir á land áður og er engin á hérlendis að leika þetta eftir enn sem komið er. Það næsta sem komist verður eru tveir úr Breiðdalsá og tveir til þrír úr Vatnsdalsá.

Mynd 1: Svona lítur út skóflan á 100 cm hængtrölli. Mynd Bjarni Brynjólfsson.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA


Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.