Fréttir

18 júl. 2009

Svarfaðardalsá veiðifréttir

Fréttum af veiðimönnum sem voru við veiðar á svæði 3 í Svarfaðardalsánni í gær 17.júlí. Áin er orðin nokkuð hrein núna eftir hlýindi þar sem hún hefur verið nánast óveiðanleg vegna mikilla leysinga. Stangirnar tvær sem eru leyfðar á svæðinu voru með 9 landaða fiska með mjög lítilli ástundun.
Uppistaðan var bleikja á bilinu 1-2 pund en líka einn urriði. Fiskarnir vouru allir veiddir á flugu (púpur,straumflugur og þurrflugur). Þetta eru góðar fréttir þar sem nú er að fara í hönd besti tíminn í ánni sem er vanalega frá miðjum júlí til loka ágúst. Talsvert er laust af leyfum í ánna og því um að gera að nota tækifærið þegar hún er hrein til að veiða því hún á það til að litast í hitum og miklum rigningum.

SRB

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.