Fréttir

14 júl. 2009

Þrjú hundruð laxar komnir á land í Ytri

Gangurinn er ágætur í Ytri Rangá en í gærkvöldi voru komnir 300 laxar á land í Ytri Rangá en auk þess hefur 35 til viðbótar verið landað á Vesturbakka Hólsár.
Enn sem komið er eru það svæðin neðan við Ægissíðufoss sem eru að gefa best. Veiðimenn sem voru niður við Djúpós í gærkvöldi sáu mikið af laxi strauja hratt upp með bakkanum og ljóst að lax er að renna upp ánna þessa dagana.

Heyrðum við einnig frá öðrum veiðimanni sem var í ánni um helgina og lönduðu þeir félagarnir 6 löxum, á Rangárflúðum, neðan við Ægissíðufoss, við Staur og á Borg. Höfðu þeir ekki nákvæma tölu á hvað þeir misstu marga laxa en giskuðu á þeir hefðu verið um þrettán og þurftu þeir að horfa á eftir sumum þeirra þegar komið var að löndun.

Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.