Fréttir

08 júl. 2009

Rólegt í Hrútu en allt að koma í Breiðdal og Jöklu

Menn hafa orðið varir við laxa í Hrútu en ekki náð neinum á land ennþá í gærmorgun, en einnig hefur verið óskemmtilegt að stunda veiðar þar vegna stífrar norðanáttar inn fjörðinn. Er þó aðeins tímaspursmál hvenær sá fyrst kemur þar á land.
Í Breiðdalsá sést stöðugt meira af laxi og með nýjum mönnum í gær var sett í 8 laxa en 5 var landað, svo allt að koma þar!

Það sem kemur á óvart er að veiðivörðurinn við Jöklu Guðmundur Ólason má varla bleyta færi og þá er lax á! Hann er búinn að fá 3 laxa og tveir aðrir veiðimenn hafa líka skotist í veiði og tekið sitthvorn laxinn um leið. Er þetta frábær byrjun svona snemma og ef veiðin væri meira stunduð á Jöklusvæðinu ætti hún að halda í við Breiðdalsá í sumar miðað við þessa reynslu!


Einn vænn úr Breiðdalsá í gær, en honum var sleppt aftur eftir myndatöku.

Mynd 1: Guðmundur og Leifur Beneditksson með lax á Jöklusvæðinu í fyrradag.

Tekið af Strengir

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.