Fréttir

02 júl. 2009

Núllað í Breiðdal og Hrútafirði

Enginn lax var dreginn á land úr Breiðdalsá í dag, en þeir voru þarna samt. Þeir stukku og þeir tóku, en sluppu. Þetta var kannski ekki dæmigert opnunarholl, því meðalaldurinn í hópnum var um nírætt og sum svæðin þurfti að veiða með aðfluttum bátum þar sem kapparnir gátu ekki vaðið út í hyljina.
“Þetta var nú bara gaman. Þetta er vinahópur frá Kanada og það er bæði ánægja og heiður að dedúa við þá. En þeir eru gamlir. Unglambið í hópnum er sextugur karl. Þeir eru svo gamlir að við þurftum að taka bátana og laga betur til sætin í þeim til að þeir virkuðu. Svo eru leiðsögumennirnir að vaða út með þá og halda í bátana og karlarnir slæma síðan flugunni út,” sagði Þröstur Elliðason leigutaki Breiðdalsár.

Það eru allar forsendur til að menn landi laxi í Breiðdalnum. Það sást þrívegis til stökkvandi laxa á meðan kapparnir köstðu á hylinn og í Einarshyl settu þeir í tvo laxa sem báðir rifu sig lausa. Axar sáust og víðar. Ekki náðu menn að komast yfir alla líklega hylji þannig að smá bið verður á fyrstu löxunum þetta árið.

Þá var Hrútafjarðará opnuð í morgun og voru þar á ferðinni Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins og föruneyti hans. Þrátt fyrir að laxar hefðu sést í ánni daganna á udan opnun, veiddist enginn. Hins vegar eyddu Gunnar og félagar talsverðum tíma í neðstu hyljum til að sverma fyrir sjóbleikju og veiddust nokkrar slíkar.

Tekið af Vötn og Veiði

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.