Fréttir

01 júl. 2009

Hræringar í Aðaldalnum

Á vefnum Vötn og veiði er greint frá því að Hólmavaðssvæðið í Laxá í Aðaldal færist næsta sumar frá Laxárfélaginu til Nes-Árnes-grúppunnar.  SVAK hefur auk þess traustar heimildir fyrir því að veiðisvæði fyrir landi Ytrafjalls sé einnig með í þessum pakka.   Því eru 3-4 stangir að færast frá Laxárfélaginu til flugstjórans og félaga hans í Nes- og Árnesgrúppunni.
Fréttin í heild sinni af vötn og veiði (myndinni hnupluðum við af sama vef) :

"Mikil tíðindi urðu nú í byrjun vikunnar þegar landeigendur á Hólmavaði í Aðaldal gengu formlega úr samstarfinu við Laxárfélagið um Laxá í Aðaldal og fóru í samstarf við hópinn sem stendur að Nes- og Árnesveiðum.

Við vonumst til að geta greint nánar frá smáatriðunum í málinu við fyrsta tækifæri, en það er staðfest frétt að þetta hefur gengið eftir. Laxá í Aðaldal hefur eiginlega verið þrískipt í útleigumálunum allra síðustu árin þar sem SVFR og landeigendur hafa í samkrulli verið með Nes- og Árnessvæðin auk urriðasvæðanna fyrir neðan virkjun, en Laxárfélagið hefur haldið utan önnur svæði að því undanskyldu að Lax-á hefur haft Árbót. Ein helsta skrautfjöður Laxárfélagsins hefur lengi verið Hólmavaðsland þar sem landsfræga veiðistaði er að finna á borð við Hólmavaðsstíflu og Hrúthólma. Í fyrra fór að hrikta í blokkunum þegar Núpar voru leigðir sér og fóru þar með útúr samstarfinu við Nes/Árnes og var þá hvíslað að fleira gæti gerst á komandi misserum. Milli línanna mátti þá lesa að það yrði flutningur Hólmavaðsbæda yfir í samstarf við Nes/Árnes og hefur það nú gengið eftir."

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
28.9.2020
Svæði 1 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 3 fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
28.9.2020
Svæði 4a fyrir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.