Fréttir

21 jún. 2009

Meira af Minnivallarlæk

Ég var ásamt Steingrími Friðrikssyni með tvo veiðimenn frá Skotlandi í Minnivallarlæk dagana 9-11. júní. Þetta er heillandi veiðisvæði og ekki amalegt að reyna við þá stóru sem þar sveima. Maður þarf að setja í annan gír, skipta út "stóru" púpunum, st. 10 & 12, sem maður er svo vanur að nota fyrir st. 14 & 16. En Minnivallarlækur er vettvangur og paradís þurrfluguveiðimannsins og því fengum við sannarlega að kynnast. Það var sérstaklega John, annar Skotinn, sem lýsti því yfir að annað agn kæmi ekki til greina að nota.

   Við skráðum 11 urriða þessa daga, sá fallegasti kom úr Viðarhólma og var 67 cm. Tveir þokkalega vænir komu úr Djúphyl, 62 og 60 cm og aðrir tveir, sem báðir voru 58 cm komu úr Stöðvarhyl og úr hyl ofan við Kúavað. Einn 55 cm fiskur náðist einnig úr Stöðvarhyl. Flestir fiskarnir, 8 stk, fengust á þurrflugur st. 16-20. 

   Við vorum allir sammála um að hafa staðið okkur þokkalega, enda við veiðar þarna í fyrsta skipti. En þrátt fyrir að fiskurinn virðist dreifðari þetta sumar en svo mörg áður, fanst okkur nú enginn hellingur af fiski í læknum og það kemur talsvert á óvart að í honum séu leyfðar 4 stangir.

Gleðilegt veiðisumar,

Högni H.

          

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.