Fréttir

19 jún. 2009

Fín opnun á silungasvæði Víðidalsár

Sindri Már sendi okkur nokkrar myndir úr ferð þeirra félaga á silungasvæði Víðidalsár. Gerðu þeir fína veiði en 25 fiskar komu á land og var nóg af fiski.

 
Tökurnar voru mjög grannar en fiskurinn var stöðugt í flugunni. Fiskur var víða og var hann vakandi um allt í Kvíslunum.

Eins og sjá má eru þetta vænn og fallegur fiskur og óskum við þeim félögum að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan afla.
Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.