Fréttir

18 jún. 2009

Silungsveiðin góð og styttist í laxinn!

Með batnandi tíðarfari hefur veiðin verið góð í Minnivallalæk undanfarið og stórir fiskar farnir að veiðast eins og lækurinn er frægur fyrir. Meðal annars kom eftirfarandi póstur til mín nýlega frá Steinari Kristjánssyni uppstoppara sem var að veiða þarna nýlega:
„Sæll félagi
Ég var í Minni frá seinniparti föstudag en varð að fara snemma á sunnudag, en vinafólk mitt var áfram og vona ég og trúi ekki öðru en að þau hafi gengið vel frá eftir sig. Hann átti að skrifa í bókina en gleymdi því, á föstudegi komu 2, ca 4pund báðir og veiddir af Árna Jón Geirssyni og var sá fyrri í Stöðvarhyl og sá seinni í Hólmakvísl.
Á laugardag var ég byrjaður og náði strax í 8punda hæng í Viðarhólma (hann klikkar ekki hjá mér) kom á ( dry fly)Black Gnat nr.18( tók 40mín að landa honum bara VÁ), hálfum tíma síðar setti konan (Sigríður Rósa Víðisdóttir) í einn svipaðan á stærð og sá fyrri eða um +/- 8pund á ljósbrúna Caddish nr 16. (dry fly), missti einn í Túnhyl eftir ca.5mín. og síðan en ekki síst fékk Árni Jón Geirsson (læknir) í Stöðvarhyl einn ca. 13-14pund. Sunnudagur þá fóru við hjónin snemma heim þ.e.a.s.veiddum ekki en vinurinn og kona hans veiddu 2 litla ca. 2punda. Alls gera þetta 7 fiskar, þarna voru líka krakkar og var ekki veitt upp á 12tíma, þannig að það hefði verið betra að hafa nýtt tímann betur, því það er hellingur af fiski út um alla á.
m.b.kv.
Steinar“

Tekið af strengir.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.