Fréttir

08 jún. 2009

Opnun Blöndu

Laxveiði hófst í Blöndu á föstudaginn og gekk veiðin ágætlega en á hádegi í gær voru komnir fjórir laxar á land. Fyrsta vaktin gaf einn lax og var það Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir, sem veiddi fiskinn.
Reyndist það vera 14 punda grálúsugur hængur. Næstu vaktir voru rólegar en þó var alltaf eitthvað líf og bætti hollið við þremur mjög vænum löxum, einum úr Holunni og tveimur af Breiðunni, öðrum norðan megin en hinum sunnan megin. Mikið var af sel við ósinn og líklegt að hann sé þar að gæða sér á laxinum. Nú er hækkandi straumur næstu daga og má gera ráð fyrir að laxinn renni sér upp árnar á flóðinu og vonandi að það verði fjör við bakka laxveiðiánna.

Veiði hófst einnig í Norðurá og gekk veiðin ágætlega til að byrja með en fjaraði síðan heldur út samkvæmt vef SVFR. Opnunarhollið gaf sex laxa, þar af fjóra á fyrstu vakt. Annað árið í röð var það Marínó Marínósson sem veiddi fyrsta lax sumarsins í Norðuránni.

Tekið af agn.is

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.