Gunnar Bender
„Það er sótt að bleikjunni úr öllum áttum. Það er þessi flundruviðbjóður [sem étur seiðin] sem er kominn í margar ár og svo hlýindin sem hafa mikil áhrif á bleikjuna," segir Gunnar og nefnir sláandi tölur máli sínu til stuðnings.
Bleikjuveiðin hefur verið að detta niður á undanförnum árum. Gunnar talar um hrun. Þá telur Gunnar Bender það ekki verða til mikillar hjálpar að í kreppunni eru litlar líkur taldar á því að veiðimenn sleppi bráð sinni eins og færst hefur í vöxt á undanförnum árum. „Vonandi verður stóra fisknum sleppt. En þessi litli... hann verður allur drepinn. Þetta hef ég verið að heyra."
Í nýju Sportveiðiblaði, sem kemur út tvisvar á ári og er prentað í fjögur þúsund eintökum, er söngvarinn Pálmi Gunnarsson fyrirferðarmikill bæði í grein um veiði á Grænlandi og svo er mikið viðtal við hann.
Tekið af visir.is