Fréttir

25 maí 2009

Af flugum og flugutaumum

Gaman er að rýna í gömul veiðitímarit. Þar er margt fróðlegt að finna um veiðiaðferðir og veiðarfæri sem okkur eru kunn, en að mörgu leiti framandi.
Í sjóbleikjuveiði þurfti góða veiðistöng, sem var að lengd 9-9½ fet eða jafnvel 10 fet, með samsvarandi línu og hjóli. Síðan þurfti flugutaum eða flugukast (Fly Cast) eins og veiðimenn voru oft vanir að kalla það. Sverleikinn á flugutaumnum sem almennt var notaður nefndist 0x og 1x, sem var sverara girni og notað í straumvatni. Í straumlausu vatni var notaður taumur sem var 2x og 3x.

Flugutaumur var oft bleyttir upp, í minnst 20 mínútur í köldu vatni, áður en hann var notaður. Best var að láta hann í girnisbox um leið og lagt var af stað í veiðiferðina, eða þá af vefja hann upp í deiga tusku sem látin var í blikkdós. Þannig var hægt að nota hann strax þegar komið var á veiðistaðinn.

Þegar heim var komið var flugutaumurinn tekinn úr girnisboxinu eða blikkdósinni og látinn þorna. Aldrei mátti geyma flugutauminn í girnisboxinu með áhnýttum flugum, því það eyðilagði bæði flugutauminn og fluguna.

  Algengustu flugustærðirnar voru no. 8, 9, 10, 11, 12, 13 og 14, en eins og við veiðimenn þekkjum í dag eru stærðir 9, 11 og 13 ekki lengur á markaðinum. Flestar þær flugur sem fluttar voru til landsins á þessum tíma komu frá einum þekktasta og stærsta framleiðanda heimsins á þessum tíma Messrs Hardy´s Bros. Þær þekktustu go mest notuðu voru:
Alexandra – Peter Ross – Butcher – Bloody Butcher – Grouse & Claret - Teal & Red -  Mallard & Claret – Black Doctor – Silver Doctor – Wilkinson – Blue Charm -  Black Zulu.

  Þegar fiskað var í straumlausu vatni var oft venjulegt að hafa minnst tvær en oftast þrjár flugur á sama flugutaumnum og voru það stærðirnar nr. 10, 11, 12, 13 og 14. Flugunum var þá raðað þannig á tauminn, að minnsta flugan var látin vera á endanum en stærri flugurnar ofar á taumnum.

  Tekið úr 1 og 2 hefti Veiðimannsins 1940, "Silungaflugur" og "Nokkur orð um silungsveiði" eftir hann Ingólf Einarsson, Ísafoldarprentsmiðja gaf út, bls 20 & 21 og 59 & 60.  

HH

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.