Fréttir

22 maí 2009

Veiðisögur

Nú er sumarið komið og veiðin að fara af stað, SVAK óskar eftir veiðisögum.
Það skiptir engu máli hvort um stóran fisk sé að ræða eða mikið magn,
allar sögur eru vel þegnar og um að gera að hafa myndir með.
Allar sögur velkomnar og það á líka við um allir velkomnir í SVAK félagið.

Eins og áður hefur komið fram tökum við við öllum sögum, stórum og litlum,
nýjum og gömlum.

Sögur, afrek, fréttir, upplifanir o.fl.  má senda á
balliha@simnet.is eða svak@svak.is

Svak minnir svo á

Fjölskylduhátíð SVAK laugardaginn 23. maí n.k. milli 14:00 og 16:00 vestan við Leirutjörnina í Innbænum.
Allir eru velkomnir.

Boðið verður uppá veitingar.
Kynnt verður meðferð afla – Einar kokkur á RUB23 sýnir réttu handbrögðin.
Einhverjir bregða sér á veiðar á tjörninni og á staðnum verða leiðbeinendur um fluguköst og feira. 
Einnig verða að staðnum hnýtarar með græjurnar sínar og fara yfir hvernig veiðimenn nota hnýtingarsettið í veiðitúrnum.


Eitthvað verður af stöngum á staðnum en jafnframt eru allir hvattir til að taka græjurnar sínar með og leyfa börnunum að prófa að veiða í tjörninni eða til að sýna eigin snilldartakta við veiðar.

Við hvetjum alla til að mæta og eiga góða stund saman.

Fræðslu- og skemmtinefnd SVAK.

BHA

Til baka

Veiðileyfi

Villa kom upp við að sækja veiðileyfi.