Fréttir

05 mar. 2009

Aðalfundur SVAK

Nokkuð góð mæting var á aðalfund Stangaveiðifélags Akureyrar þriðjudaginn síðasta. Erlendur Steinar Friðriksson var endurkosinn formaður félagsins en nokkrar breytingar urðu á stjórn félagsins en þeir Pálmi Gunnarsson og Þórarinn Blöndal hættu. Nýjir í stjórn voru kosnir Hinrik Þórðarson og Steinar Rafn Beck og nýr varamaður Halldór Ingvason var kosin að auki þar sem Hinrik var varamaður í stjórn.

Erlendur formaður bauð fundargesti velkomna og setti síðan fundinn. Eftir kosningu fundarstjóra og ritara flutti hann skýrslu stjórnar. Af því loknu gerði gjaldkeri félagsins grein fyrir ársreikningum félagsins. Nokkurt tap varð á síðasta ári. Af þessu loknu var orðið laust til umræðu um skýrslu og ársreikninga félagsins.
Mikil umræða varð á fundinum vegna taps Stangaveiðifélags Akureyrar á veiðileyfasölu á síðasta ári  og kom nokkur gagnrýni á stjórn félagsins vegna þess. Eftir hlé voru bornar upp breytingartillögur á lögum félagsins og voru þær samþykktar og síðan var gengið til kosninga. Eins og áður sagði urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins en tveir nýjir menn koma inní stjórn. Að lokum kom fram á fundinum mikil ánægja með innra starf félagsins.

ÞB

Til baka

Veiðileyfi

Hörgá
24.9.2020
Svæði 1 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24.9.2020
Svæði 2 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2
24.9.2020
Svæði 3 eftir hádegi
Verð: 6.000 kr. - Stangir: 2

Laxá í Aðaldal, Hraun
Ekkert laust eins og er.

Ólafsfjarðará
Ekkert laust eins og er.

Svarfaðardalsá
Ekkert laust eins og er.