Fræðslu og skemmtinefnd minnir á opið fluguhnýtingakvöld í framsóknarhúsinu þriðjud 03.02.09 kl 20:30. Heitt á könnunni og aldrei að vita hvað kemur úr ofninum. Allir veiðiáhugamenn velkomnir hvort sem þeir kjósa að hnýta nokkrar flugur og fá góð ráð eða bara líta við, gefa ráð og spjalla. Síðast mættu um 30 manns.
Veiðikortið verður til sölu á staðnum.
Hlökkum til að sjá ykkur
Fræðslu og skemmtinefnd